Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 22. apríl 2024 21:01
Elvar Geir Magnússon
Championship: Leeds upp í annað sæti eftir sjö marka leik
Crysencio Summerville fagnar marki í kvöld.
Crysencio Summerville fagnar marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Middlesbrough 3 - 4 Leeds
1-0 Isaiah Jones ('7 )
1-1 Crysencio Summerville ('14 , víti)
1-2 Patrick Bamford ('18 )
2-2 Emmanuel Latte Lath ('30 )
2-3 Wilfried Gnonto ('39 )
2-4 Crysencio Summerville ('61 )
3-4 Emmanuel Latte Lath ('87 )

Spennan í toppbaráttu Championship-deildarinnar heldur áfram en þrjú lið berjast um að tryggja sér tvö efstu sætin og komast þar með beint upp í deild þeirra bestu.

Leeds United vann útisigur á Middlesbrough í miklum markaleik á Árbakkavelli í kvöld. Lokamínúturnar voru taugatrekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Leeds en liðið náði á endanum að landa öllum stigunum.

Með sigrinum komst Leeds upp í annað sæti en vonir Middlesbrough um að komast í umspilið eru að nánast engu orðnar.

Leicester er á toppi deildarinnar með 91 stig en liðið leikur gegn Southampton, sem er í fjórða sæti, annað kvöld. Leeds hefur leikið leik meira en keppinautar sínir og er í öðru sæti með 90 stig. Liðið á þrjá leiki eftir í hefðbundinni deildarkeppni. Ipswich er í þriðja sæti með 89 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner