Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. maí 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pulisic vill ná sömu hæðum og Hazard
Pulisic tekur sig vel út í treyju Chelsea.
Pulisic tekur sig vel út í treyju Chelsea.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic segist stefna á að ná sömu hæðum hjá Chelsea og Eden Hazard. Pulisic gerði fimm og hálfs árs samning við Chelsea í janúar en var strax lánaður aftur til Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þessi tvítugi bandaríski landsliðsmaður kostaði 58 milljónir punda.

Hann er nýkominn til Englands þar sem hann hefur verið að kynnast aðstæðum í London.

„Það er magnað að sjá hvað Eden hefur náð að gera. Hann er náungi sem maður lítur upp til, ég vil ná að gera sömu hluti og hann. Það er draumur að spila með honum," segir Pulisic.

Hann fær kannski draum sinn ekki uppfylltan þar sem talið er líklegt að Hazard gangi í raðir Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar þann 29. maí.

Pulisic skoraði fjögur mörk í 20 leikjum fyrir Dortmund á liðnu tímabili en liðið hafnaði í öðru sæti, á eftir Bayern München.

Pulisic er á leið í Concacaf Gullbikarinn með bandaríska landsliðinu en mótið hefst þann 18. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner