Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 22. maí 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cagliari féll í Feneyjum

Cagliari er fallið úr ítölsku deildinni eftir markalaust jafntefli við Venezia. Salernitana bjargar sér frá falli þrátt fyrir stórt tap á heimavelli gegn Udinese.


Þetta eru stórtíðindi í ljósi þess að nýliðar Salernitana virtust svo gott sem fallnir fyrir nokkrum mánuðum. Þeir fóru þó á ótrúlegt skrið og nældu sér í 15 stig í 7 leikjum, en fram að því höfðu þeir aðeins safnað 16 stigum í 30 leikjum.

Í dag gat Salernitana bjargað sér frá falli með sigri á heimavelli en sú varð ekki raunin því Udinese gjörsamlega rúllaði yfir fallbaráttuliðið og vann stórsigur. Gerard Deulofeu og Roberto Pereyra, fyrrum leikmenn Watford, skoruðu báðir í 0-4 sigri.

Cagliari, sem var aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum, mistókst að skora gegn þegar föllnu liði Venezia þrátt fyrir aragrúa af marktilraunum.

Allt kom fyrir ekki og nægðu tæplega 30 marktilraunir ekki til að setja boltann í netið. Cagliari mun spila í Serie B í haust og líklegt að leikmenn á borð við Joao Pedro og Nahitan Nandez skipti um félag í sumar.

Hinn 18 ára gamli Hilmir Rafn Mikaelsson kom inn af bekknum og spilaði síðasta hálftímann í liði Venezia. Jakob Franz Pálsson, 19 ára, var ónotaður varamaður hjá Feneyingum. 

Salernitana 0 - 4 Udinese
0-1 Gerard Deulofeu ('6)
0-2 ilja Nestorovski ('34)
0-3 Destiny Udogie ('42)
0-4 Roberto Pereyra ('57)

Venezia 0 - 0 Cagliari


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner