þri 22. júní 2021 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Englands og Tékklands: Grealish, Saka og Maguire byrja
Jack Grealish fær tækifærið
Jack Grealish fær tækifærið
Mynd: EPA
England og Tékkland eigast við í lokaumferðinni í D-riðli Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld en Gareth Southgate gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Englands.

Jack Grealish kemur inn í liðið en það hefur verið kallað eftir því allt mótið. Kyle Walker, Bukayo Saka og Harry Maguire koma einnig inn í liðið.

Harry Kane er áfram upp á topp þrátt fyrir að það hafi lítið gengið upp hjá honum í fremstu víglínu.

Ben Chilwell og Mason Mount mega ekki vera með Englendingum í dag þar sem Billy Gilmour, leikmaður Skotlands, greindist með Covid-19 eftir leikinn gegn Englandi og þeir því sendir í sóttkví. Phil Foden er þá ekki í hópnum.

Patrik Schick, framherji Tékklands, er á sínum stað í byrjunarliðinu og þá eru þeir Vladimir Coufal og Tomas Soucek, leikmenn West Ham, einnig í liðinu.

Tékkland: Vaclík; Coufal, Celustka, Kalas, Boril; Soucek, Holes; Masopust, Darida, Jankto; Schick

England: Pickford; Walker, Stones, Maguire, Shaw; Phillips, Rice; Saka, Grealish, Sterling; Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner