Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júní 2022 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: KV og Þróttur deildu stigunum í kveðjuleik Sigurvins
Sigurvin Ólafsson er hættur með KV
Sigurvin Ólafsson er hættur með KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV 1 - 1 Þróttur V.
0-1 Alexander Helgason ('42 )
1-1 Einar Már Þórisson ('80 , víti)
Rautt spjald: Rafal Stefán Daníelsson, Þróttur V. ('77) Lestu um leikinn

KV og Þróttur V. gerðu 1-1 jafntefli í Lengjudeild karla á Auto-Park í kvöld en þetta var kveðjuleikur Sigurvins Ólafssonar, þjálfara KV, sem tekur nú við nýju hlutverki sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH.

Heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum og reyndu að brjóta niður fimma manna varnarlínu Þróttara. Það gekk erfiðleika á köflum en besta færi KV átti Þorsteinn Örn Bernharðsson sem skaut í þverslá á 23. mínútu.

Gestirnir nýttu sér hraða skyndisókn á 42. mínútu. Andri Már Hermannsson fékk boltann og kom honum inn í teig á Alexander Helgason sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í hægra hornið eftir að hafa tekið tvo varnarmenn KV á.

Þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum var Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Þróttara, rekinn af velli er hann ætlaði að keyra út í boltann en endaði á að kýla Magnús Snæ Dabjartsson og vítaspyrna dæmd.

Einar Már Þórisson jafnaði metin úr vítaspyrnunni. KV reyndi hvað það gat að ná inn sigurmarki en það kom ekki og lokatölur því 1-1 á Auto-Park.

KV er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig, tveimur stigum meira en Þróttur sem er í neðsta sætinu.
Athugasemdir
banner