Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Þór/KA 
María Catharina komin til Celtic (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
María Catharina Ólafsdóttir Gros er búin að gera tveggja ára samning við skoska stórveldið Celtic.

Celtic endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð eftir harða titilbaráttu við Örnu Sif Ásgrímsdóttur og stöllur í Glasgow City FC.

María Catharina er fædd 2003 og á rúmlega 40 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Þórs/KA, auk þess að vera lykilmaður í yngri landsliðum Íslands.

María er komin til Skotlands og mun ekki klára Íslandsmótið. Hún fer beint inn í undirbúningstímabilið í Skotlandi og á leik við Levante í Meistaradeild Evrópu í ágúst.

„Stjórn Þórs/KA óskar Maríu góðs gengis á nýjum vettvangi og þakkar henni fyrir framlag hennar til félagsins," segir í tilkynningu frá Þór/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner