Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 22. september 2019 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville finnst umræðan um rangstöðudóma skrýtin
Í upphafi tímabils í ensku úrvalsdeildinni hefur verið mikil umræða um VAR og rangstöður dæmdar með hjálp VAR.

Í gær tapaði Tottenham gegn Leicester, 2-1. Útkoman hefði þó hæglega getað verið allt önnur ef ekki vegna myndbandstækninnar, sem var tekin í notkun fyrir þetta tímabil.

Staðan var 0-1 fyrir Tottenham og hefði Serge Aurier tvöfaldað forystuna en eftir nánari athugun var mark hans dæmt af vegna rangstöðu. Líklega voru það einhverjir millimetrar sem skiptu máli.

Ekki eru allir sáttir við það að sóknarmenn fái ekki að njóta vafans, en Neville finnst umræðan skrýtin.

„Sérfræðingar, lýsendur, leikmenn, þjálfarar hafa alltaf beðið um eitt frá dómurum í mörg ár. Samræmi! Núna höfum við það með rangstöðuna og það er talað um það að við eigum að hafa það huglægt mat þegar þetta snýst um millimetra. Skrýtið," skrifar Neville á Twitter.


Athugasemdir