Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mið 22. september 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juventus kom til baka gegn Spezia
Juventus náði í sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu er liðið heimsótti smáliðið Spezia í dag.

Hlutirnir gengu þó ekki smurt fyrir sig fyrir stórveldið. Moise Kean tók forystuna með góðu skoti en Emmanuel Gyasi jafnaði fimm mínútum síðar með glæsilegu skoti.

Juve var með yfirhöndina en virkaði ekki sérlega sannfærandi í sóknarleiknum og lenti undir í upphafi síðari hálfleiks.

Alvaro Morata kom inn og átti þátt í jöfnunarmarki Federico Chiesa, sem prjónaði sig í gegnum hálfa vörn heimamanna áður en hann skoraði. Frábært einstaklingsframtak með smá aðstoð frá Morata og skömmu síðar skoraði Matthijs de Ligt sigurmarkið eftir hornspyrnu.

Lokatölur 2-3 fyrir Juve sem er aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir.

Spezia 2 - 3 Juventus
0-1 Moise Kean ('28 )
1-1 Emmanuel Gyasi ('33 )
2-1 Janis Antiste ('49 )
2-2 Federico Chiesa ('66 )
2-3 Matthijs de Ligt ('72 )
Spezia 2 - 3 Juventus

Nýliðar Salernitana tóku þá á móti Verona og lentu tveimur mörkum á fyrsta hálftímanum.

Króatinn Nikola Kalinic gerði bæði mörkin en Cedric Gondo náði að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Mamadou Coulibaly jafnaði fyrir Salernitana og niðurstaðan sanngjarnt 2-2 jafntefli.

Verona er með fjögur stig eins og Spezia en þetta var fyrsta stig Salernitana á tímabilinu.

Salernitana 2 - 2 Verona
0-1 Nikola Kalinic ('7 )
0-2 Nikola Kalinic ('29 )
1-2 Cedric Gondo ('45 )
2-2 Mamadou Coulibaly ('76 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
3 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
4 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
5 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
Athugasemdir
banner
banner
banner