Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. september 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Giroud elsti markaskorari í sögu Frakklands - Mbappe á topp tíu
Olivier Giroud
Olivier Giroud
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud er nú elsti markaskorari í sögu landsliðsins eftir að hann skoraði í 2-0 sigri á Austurríki í Þjóðadeildinni í kvöld.

Giroud skoraði mark sitt í síðari hálfleiknum með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Antoine Griezmann.

Hann er nú tveimur mörkum frá því að jafna met Thierry Henry fyrir franska landsliðið.

Giroud er þá elsti markaskorari í sögu franska landsliðsins eða 35 ára og 357 daga gamall. Roger Marche átti metið en hann var 35 ára og 287 daga gamall þegar hann skoraði á móti Spánverjum árið 1959.

Kylian Mbappe gerði fyrra mark Frakklands í leiknum en það var 28. mark hans fyrir Frakka. Hann er aðeins 23 ára gamall og kom sér á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner