Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 10:12
Magnús Már Einarsson
Almarr, Guðmundur Steinn og Rodrigo ekki með KA í lokin
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Rodrigo Gomes Mateo verða ekki með KA í síðustu leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni. Þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Steinn er að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Þýskalands. Þessi 31 árs gamli framherji bjó í nokkra mánuði í Þýskalandi í byrjun árs áður en hann samdi við KA þar sem hann skoraði sex mörk í sautján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Miðjumennirnir Almarr og Rodrigo eru báðir meiddir og verða
frá út tímabilið. Báðir hafa þeir verið fastamenn í liði KA í sumar.

„Almarr og Rodri eru báðir handleggsbrotnir og verða frá í einhverjar vikur í viðbót. Rodri brotnaði á móti Gróttu og Almarr svo núna um daginn á æfingu," sagði Sævar.

KA er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar en liðið hefur ekki tapað í níu leikjum í röð. Jafnteflin hafa hins vegar verið mörg hjá liðinu.

Leikirnir sem KA á eftir
8. nóv KA - FH
22. nóv KR - KA
26. nóv KA - Valur
30. nóv HK - KA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner