Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Haller fékk magnaðar móttökur
Mynd: EPA
Fílabeinsstrendingurinn Sebastien Haller fékk magnaðar móttökur er hann kom inná í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Borussia Dortmund gegn Augsburg í gær.

Haller kom til Dortmund frá Ajax síðasta sumar en veiktist skyndilega í æfingabúðum félagsins.

Eftir frekari rannsóknir kom það í ljós að hann væri með krabbamein í eistum og fór hann strax í aðgerð. Framherjinn fór í gegnum þrjár geislameðferðir og nú hálfu ári síðar snéri hann aftur á völlinn.

Haller náði aldrei að spila keppnisleik fyrir Dortmund og var hann því að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær. Hann kom inná þegar hálftími var eftir af leiknum og fékk blíðar móttökur.


Athugasemdir
banner
banner