Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inter vill bæði fá Aubameyang og Martial
Powerade
Inter ætlar að bjóða 92 milljónir punda í Aubameyang samkvæmt slúðurpakka dagsins.
Inter ætlar að bjóða 92 milljónir punda í Aubameyang samkvæmt slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Hinn 16 ára gamli Jude Bellingham er eftirsóttur.
Hinn 16 ára gamli Jude Bellingham er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial er orðaður við Inter.
Anthony Martial er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Hér er slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC.

Liverpool hafa bæst í hóp liða sem hafa áhuga á Jude Bellingham, 16 ára gömlum leikmanni Birmingham, leikmaðurinn er talinn kosta um 30 milljónir punda og er Manchester United einnig sagt áhugasamt. (Star on Sunday)

Inter Mílan er að undirbúa tilboð í Gabonmanninn Pierre-Emerick Aubameyang, þeir ætla sér að bjóða 92 milljónir punda í þennan 30 ára gamla framherja Arsenal í sumar. (Sunday Express)

Anthony Martial framherji Manchester United er einnig á óskalista Inter þar sem Argentínumaðurinn Lautaro Martinez gæti farið til Barcelona í sumar. (Tuttosport)

Manchester City mun fá samkeppni um Fabian Ruiz frá Real Madrid, þessi 23 ára gamli leikmaður Napoli er metinn á 80 milljónir punda. (Sunday Express)

Leicester mun reyna aftur að fá Callum McGregor miðjumann Celtic í sumar, félagið er tilbúið að bjóða 25 milljónir punda í kappann. (Sun on Sunday)

Timo Werner sem hefur verið orðaður við Liverpool segir að Jurgen Klopp sé einn af bestu knattspyrnustjórum heims (Mail on Sunday)

Jack Grealish leikmaður Aston Villa sem hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United og Liverpool lætur sögusagninar ekkert trufla sig. (Express and Star)

Phil Foden leikmaður Manchester City segist mjög ánægður hjá félaginu og að hann hafi engan hug á því að fara á láni frá félaginu til að spila meira. (Manchester Evening News)

Chelsea hefur áhuga á Mauro Icardi framherja Inter sem er nú á láni hjá PSG. Hann gæti orðið leikmaður Chelsea í sumar. (Sport Witness)

Sheffield United ætlar sér að gera 20 milljóna punda tilboð í Kalvin Phillips leikmann Leeds. (Sun on Sunday)

Serbinn Nemanja Matic vill vera áfram á Old Trafford, samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. (Sunday Mirror)

West Ham er talið líklegast til að landa Serhou Guirassy leikmanni Amiens í Frakklandi. Tottenham og Brighton eru einnig sögð hafa áhuga, leikmaðurinn er talinn kosta um 23 milljónir punda. (Sun on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner