mán 23. mars 2020 12:07
Elvar Geir Magnússon
Arteta líður vel - Segir frá því þegar hann greindist með veiruna
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var fyrsta stóra nafnið í enska boltanum sem greindist með COVID-19. Í kjölfarið var ensku úrvalsdeildinni frestað.

Arteta hefur nú sagt frá aðdragandanum og staðfestir að hann sé orðinn mjög góður í dag.

„Ég er orðinn mjög góður. Ég tel að ég sé læknaður. Það tók mig þrjá eða fjóra daga að líða mun betur og fá meiri orku. Einkennin hurfu," segir Arteta.

Hann segir að hlutirnir hafi gerst mjög hratt þegar hann fór að hafa grunsemdir um að vera með kórónaveiruna.

„Allt gerðist mjög hratt. Á þriðjudegi leið mér furðulega og vildi sjá lækninn en hann var ekki við. Ég fékk símtal frá stjórn Arsenal og mér sagt að forseti Olympiakos hefði greinst með veiruna. Ég sagði að mér liði ekki vel," segir Artera.

„Ég fór í skimun á miðvikudegi og var greindur á föstudag. Allir sem höfðu verið nálægt mér þurftu að fara í sóttkví og fresta þurfti leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner