Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 23. mars 2021 19:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Davíð hefur ekki áhyggjur af því að það sé rússneskur njósnari í hópnum
Icelandair
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Þjálfarinn og aðstoðarþjálfararnir tveir
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Valgeir Lunddal glímir við smávægileg meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Jón Dagur og Mikael tóku fullan þátt í æfingu dagsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, aðalþjálfari U21 landsliðsins, var til viðtals í kvöld á hóteli landsliðsins. Tveir dagar eru í fyrsta leik í íslenska riðlinum, andstæðingurinn Rússland.

Staðan var tekin á Davíð og rætt um fyrstu dagana úti, stöðuna á liðinu, undirbúning og hegðan leikmanna.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan

„Fyrstu dagarnir eru góðir, menn eru búnir að koma sér vel fyrir, allur hópurinn kominn og. Ég er búinn að vera ánægður með fyrstu dagana, búnir að ná að gera vel bæði á fundum og á æfingum. Þannig þetta lítur bara vel út," sagði Davíð Snorri.

„Ég er mjög ánægður með strákana og maður finnur að það er gaman að hittast, það er gír í þeim og menn eru spenntir. Við erum búnir að reyna nýta alla orku sem við getum til að fá allt út úr fundum og æfingum. Ég er mjög sáttur."

„Ég er mjög ánægður með nálgunina hjá strákunum. Þetta er stemning og í gærí mönnum og og líka svakaleg yfirvegun og einbeiting. Ég er búinn að vera mjög hrifinn með það sem ég er búinn að sjá á æfingum, virkilega vel gert [hjá strákunum]."


Allir búnir að hegða sér vel?

„Já, allir upp á tíu! Ekkert vesen."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum, eru allir heilir?

„Staðan er nokkuð góð. Valgeir Lunddal [Friðriksson], við vissum af því þegar hann kom að hann er aðeins að vinna til baka smá stífleika. Það er allt á réttri leið og hann er betri með hverjum deginum og lítur vel út með hann. Aðrir eru góðir."

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson tóku ekki fullan þátt í upphitun á fyrstu æfingunni í gær, hvernig er staðan á þeim?

„Staðan er mjög góð. Þeir komu í gær og spiluðu á sunnudag og spiluðu mikið. Það var alltaf ákveðið að þeir tækju þátt í fyrsta hluta æfingarinnar en droppuðu svo til Robba eftir það."

Hefuru einhverjar áhyggjur að það sé einhver rússneskur njósnari á meðal okkar sem fylgist með?

„Nei, ég hef ekki áhyggjur af því og ef það er þá bara er það. Covid-reglurnar eru það strangar að ég á ekki von á því. Það er alla vega enginn íslenskur njósnari að njósna um Rússana," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner