Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. mars 2022 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19: Grátlegt tap gegn heimamönnum
Icelandair
Orri Steinn skoraði mark Íslands í leiknum.
Orri Steinn skoraði mark Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Króatía 2 - 1 Ísland
0-1 Luka Stojkovic ('14)
1-1 Orri Steinn Óskarsson ('33)
1-1 Pálmi Rafn ver víti frá Barisic ('72)
2-1 Ivan Cvijanović ('74)

U19 ára landslið Íslands lék fyrsta leikinn sinn í milliriðli fyrir EM 2022 í dag. Riðillinn fer fram í Króatíu og voru heimamenn fyrstu andstæðingar íslenska liðsins.

Króatar komust yfir á 14. mínútu þegar Luka Stojkovic átti skot úr teignum sem fór í íslenska netið. Orri Steinn Óskarsson jafnaði svo leikinn á 33. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Danijels Dejan Djuric í stöngina inn. Danijel tók stutta hornspyrnu og fékk boltann aftur frá Hlyni Frey Karlssyni og fann Orra aleinann inn á teignum og Orra brást ekki bogalistin.

Á 71. mínútu gerðist Þorsteinn Aron Antonsson brotlegur inn á vítateig íslenska liðsins en Pálmi Rafn Arinbjörnsson í markinu gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu frá Bartol Barisic.

Skömmu síðar skoruðu þó Króatar sitt annað mark. Pálmi Rafn varði skot frá Króötum en boltinn snerist í átt að marki og dómarinn dæmdi boltann inni áður en Þorsteinn náði að hreinsa í burtu. Mjög svo tæpt! Íslenska liðið reyndi að finna jöfnunarmark en það gekk ekki og 2-1 niðurstaðan.

Samkvæmt tölfræðiþjónustu UEFA átti Ísland sjö marktilraunir í leiknum gegn fimmtán frá heimamönnum. Næsti leikur í riðlinum er gegn Georgíu á laugardag.
Athugasemdir
banner