Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 23. mars 2025 21:11
Anton Freyr Jónsson
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara svekkjandi og lélegt af okkar hálfu. Fyrri hálfleik vantaði allar undirstöður og eins og við töluðum um í fyrri leiknum að vinna seinni bolta, vorum rosalega langt frá hvorum öðrum og vorum bara ekki á þeim klassa sem við eigum að spila á."  sagði Stefán Teitur Þórðarson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðardeildar UEFA 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Við byrjuðum flott og settum góða pressu á þá þannig en svo voru bara mörkin léleg, hjá mér sjálfum ég man hvort það hafi verið fyrsta eða annað markið að ég á fína tæklingu en síðan á ég bara að klára manninn, ég reyni að kalla Bjarka út þú veist. Ég nenni ekki að standa hérna og tala um að þetta sé í fyrsta skipti sem ég spila hafsent ég á bara að klára manninn þarna."

Arnar Gunnlaugsson eins og allir lesendur Fótbolta.net vita er nýtekinn við landsliðinu og við taka nýjir tímar hjá Íslenska landsliðinu.

„Við þurfum bara að taka ábyrgð sem lið og horfa fram á veginn. Það hefur ekkert breyst að við séum minna spenntir eða jákvæðir. Við erum með frábært lið og við verðum að finna þessa einföldu hluti sem við erum rosalega góðir í og getum spilað þegar við erum að spila góða leiki."
Athugasemdir
banner
banner