Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 23. mars 2025 21:11
Anton Freyr Jónsson
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Icelandair
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Stefán Teitur Þórðarson spilaði sem miðvörður í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara svekkjandi og lélegt af okkar hálfu. Fyrri hálfleik vantaði allar undirstöður og eins og við töluðum um í fyrri leiknum að vinna seinni bolta, vorum rosalega langt frá hvorum öðrum og vorum bara ekki á þeim klassa sem við eigum að spila á."  sagði Stefán Teitur Þórðarson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðardeildar UEFA 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Við byrjuðum flott og settum góða pressu á þá þannig en svo voru bara mörkin léleg, hjá mér sjálfum ég man hvort það hafi verið fyrsta eða annað markið að ég á fína tæklingu en síðan á ég bara að klára manninn, ég reyni að kalla Bjarka út þú veist. Ég nenni ekki að standa hérna og tala um að þetta sé í fyrsta skipti sem ég spila hafsent ég á bara að klára manninn þarna."

Arnar Gunnlaugsson eins og allir lesendur Fótbolta.net vita er nýtekinn við landsliðinu og við taka nýjir tímar hjá Íslenska landsliðinu.

„Við þurfum bara að taka ábyrgð sem lið og horfa fram á veginn. Það hefur ekkert breyst að við séum minna spenntir eða jákvæðir. Við erum með frábært lið og við verðum að finna þessa einföldu hluti sem við erum rosalega góðir í og getum spilað þegar við erum að spila góða leiki."
Athugasemdir