Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 23. apríl 2014 11:27
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur FH og Blika á föstudag - Beint á SportTv.is
Sam Hewson, miðjumaður FH.
Sam Hewson, miðjumaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákveðið hefur verið að úrslitaleikur FH og Breiðabliks í Lengjubikarnum verði klukkan 19 á föstudag en upphaflega átti hann að vera sólarhring fyrr.

FH-ingar óskuðu eftir að leiktíma yrði breytt því handboltalið félagsins mætir Haukum í Kaplakrika annað kvöld.

Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Fótboltaáhugafólk sem ekki kemst á völlinn getur horft á leikinn í beinni útsendingu á SportTv.is og hér á Fótbolta.net.

SportTv mun einnig sýna úrslitaleik kvenna í beinni ásamt leikjunum í Meistarakeppni KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner