Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson er sóknarmaður hjá Breiðabliki. Hann lék sína fyrstu keppnisleiki sumarið 2018. Hann hefur alls leikið 31 mótsleiki með meistaraflokki og skorað fjögur mörk.

Binni hefur nú þegar leikið nítján leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Binni sýnir á sér hina hliðina í dag.

Sjá einnig:
Brynjólfur Andersen: 'Darri' er alveg farið

Fullt nafn: Brynjólfur Andersen Willumsson

Gælunafn: Binni og inná milli Binni-Panda

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði einhvern leik á undirbuningstímbili þegar ég var 15 ára.

Uppáhalds drykkur: L-Carnitine 2000 Lime er asnalega gott

Uppáhalds matsölustaður: Golfskálinn Hafnafirði

Hvernig bíl áttu: Svartur Yaris 2019 (hybrid)

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Flash og Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég hlusta mikið á Dababy, lil baby, pop smoke og bara þessa hörðustu í rap game-inu.

Fyndnasti Íslendingurinn: Boring Nökkvi Egilsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þristur og mars er kjarninn síðan random

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hlekkur Hlekki Hlekksson !!!” Frá Bjarni Þór Hafstein eittthvað æstur því ég svaraði ekki í síman

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ekki mikið fyrir önnur félög á Íslandi en myndi aldrei spila fyrir ÍA.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Callum Hudson-Odoi

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Er með geggjaða þjálfara núna í Óskari og Halldóri og hef verið með marga mjög góða þjálfara en sá besti er Pabbi.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bróðir minn Willum, svindlar í öllu og hrikalegt þegar hann byrjar að tuða.

Sætasti sigurinn: Móti Víking Ólafsvík í undanúrslitum í bikar 2018 var einn sætur sigur í vító

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki orðið Íslandsmeistari á yngsta ári í 2. fl vorum með yfirburða lið!!!

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að spila með Ágústi Hlyns aftur.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Lucas, Kristian Hlyns og Danijel Djuric, það er alvöru framtíð í þeim.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristall Máni Ingason með nýja hárið - svindl.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sólveig Larsen sú nældi í Alexander Helga

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Róbert Orri er ekkert að fíflast

Uppáhalds staður á Íslandi: Kóp 201

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hef mjög gaman af því að æsa í mönnum og hvað þá í Gústa Hlynss. Ég var að hita upp í leik á móti Víking í deildinni og þeir eiga horn og lítið eftir og boltinn rúllar til mín þar sem ég er að hita upp og Ágúst er að koma hlaupandi að sækja boltann til að taka hornið hratt og hann ætlar að taka boltann þá pikka ég boltanum í burtu og það gjörsamlega sauð á mínum manni. Hann sótti boltann og ákvað að ýta aðeins í mig í leiðinni, sjaldan skemmt mér jafn mikið í leik.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tiktok eða horfi á þætti.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já er mikill NBA maður og NFL

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að hlusta og fylgjast með var í basli með það

Vandræðalegasta augnablik: Þegar Damir girti niðrum um mig í beinni á móti val, það var ekkert spes.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Bjarna Þór Hafstein. Með okkur væru Nökkvi Egilsson og Kolbeinn Þórðar. Við Kolbeinn og Nökkvi yrðum fljótt það þreyttir á Bjarna að við myndum finna leið heim.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er topp 3 gáfaðastur í Blika liðinu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Viktor Karl hélt að hann væri fyndinn…

Hverju laugstu síðast: Hjálpaði Davíð að ljúga með að hann hafi klárað útihlaupin.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna fer á sparkvöllinn heim að borða aftur út að hlaupa og síðan fortnite þess á milli.
Athugasemdir
banner
banner