lau 23. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Guðný Árnadóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir.
Ída Marín Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Guðný og Hlín Eiríksdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Guðný og Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín, Málfríður Anna og Arna Eiríksdætur.
Hlín, Málfríður Anna og Arna Eiríksdætur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir lék sinn fyrsta mótsleik með FH sumarið 2015 og lék með Hafnarfjarðarliðinu út tímabilið 2018. Fyrir tímabilið 2019 gekk hún í raðir Vals og lék alla leikina með liðinu síðasta sumar er Valur varð Íslandsmeistari.

Guðný hefur leikið sjö A-landsliðsleiki og þar áður hafði hún leikið 40 yngri landsliðsleiki. Í dag sýnir Guðný á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Guðný Árnadóttir

Gælunafn: Ekkert sérstakt

Aldur: Tvítug í ágúst

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 gegn ÍA í Lengjubikarnum með FH

Uppáhalds drykkur: Gulur kristall í dós

Uppáhalds matsölustaður: Gló

Hvernig bíl áttu: Toyota Aygo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Modern Family

Uppáhalds tónlistarmaður: Lewis Capaldi

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðarber, piparfylltan lakkrís og svo eitthvað súkkulaði

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hæm snap bro” – Aníta Dögg

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eugenie Le Sommer

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Orri Þórðar

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elín Metta erfið

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn í fyrra

Mestu vonbrigðin: Falla úr Pepsi 2018 með FH

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alexandra Jóhanns

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Pétur Hrafn Friðriksson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Aníta Dögg Guðmundsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ásdís Karen

Uppáhalds staður á Íslandi: Höfn í Hornafirði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Lendi alltof oft í samstuði við minn eigin markmann.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Stórmót í frjálsum á skjánum og íslensku deildirnar í handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem ég man eftir

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Það yrði líflegt að taka systurnar þrjár. Málfríði, Hlín og Örnu Eiríksdætur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Bjó í Vík í Mýrdal

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ída Marín, ekkert eðlilega góð í TikTok dönsunum.

Hverju laugstu síðast: man ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Skokka hringi

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vinn á leikskóla, beint á æfingu, enda svo á góðum þætti fyrir svefninn.
Athugasemdir
banner
banner