Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 3. umferð - Fann sjálfstraustið aftur
Gonzalo Zamorano (ÍBV)
Lengjudeildin
Gonzalo Zamorano er leikmaður umferðarinnar.
Gonzalo Zamorano er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni.
Eyjamenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær leikur hjá þessum skemmtilega leikmanni! Ég óskaði eftir því að hann myndi sína sitt rétt andlit fyrir leik og Gonzalo svaraði kallinu," skrifaði Þorgeir Leó Gunnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, um Gonzalo Zamorano í 5-0 útisigri ÍBV gegn Aftureldingu í þriðju umferð Lengjudeildarinnar.

Spánverjinn skoraði tvö mörk og er leikmaður umferðarinnar eftir frammistöðu sína í leiknum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 3. umferðar Lengjudeildarinnar

„Þetta var frábær sigur. Alveg frá upphafi leiksins vorum við betri og skoruðum úr tækifærunum sem við fengum. Við undirbjuggum okkur afskaplega vel fyrir leikinn því við vissum hversu mikilvægt það væri fyrir okkur að ná í þrjú stig," sagði Gonzalo þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag.

Gonzalo, sem kom frá Víkingi Ólafsvík fyrir tímabilið, gerði Mosfellingum lífið leitt á föstudag en auk þess að skora tvívegis átti hann einnig stoðsendingu.

„Ég er virkilega ánægður með mörkin og stoðsendinguna. Ég spilaði ekki vel í síðustu leikjum svo það er ánægjulegt að finna sjálfstraustið aftur og hjálpa liðinu."

Kom honum á óvart hversu auðveldur sigurinn var?

„Ég tel að þetta hafi ekki verið auðveldur sigur. Við sýndum bara hvað við getum gert og við vildum ná í okkar fyrsta sigur og einbeita okkur svo að einum leik í einu. Deildin er mjög jöfn, allir geta unnið alla og ég tel að þetta sé sterkasta Lengjudeild sem ég hef spilað í. Það eru mörg góð lið, gæðaleikmenn og góðir þjálfarar. Ég tel að mörg lið verði í baráttunni um að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili," sagði Gonzalo Zamorano.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner