Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 23. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellamy fer ekki með Kompany til Bayern
Bellamy og Kompany hafa unnið saman hjá Burnley.
Bellamy og Kompany hafa unnið saman hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Það er ekki búist við því að Craig Bellamy muni fara með Vincent Kompany til Bayern München þegar Belginn verður ráðinn þar.

Þeir félagar hafa unnið saman hjá bæði Anderlecht og Burnley síðustu árin.

Bellamy og Kompany spiluðu þá saman hjá Manchester City á sínum tíma en samband þeirra er býsna gott.

Bellamy vill hins vegar vera áfram á Englandi og hann er talinn koma til greina í stjórastarfið hjá Burnley þegar Kompany fer til Þýskalands.

Bellamy, sem er 44 ára gamall, var öflugur leikmaður á sínum ferli sem spilaði með Norwich, Coventry, Newcastle, Celtic, Blackburn, Liverpool, West Ham, Man City og Cardiff. Hann lék þá 78 A-landsleik fyrir Wales og skoraði í þeim 19 mörk.
Athugasemdir
banner
banner