Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding bauð í Nadíu Atladóttur
Nadía í leik á dögunum
Nadía í leik á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur boðið í Nadíu Atladóttur leikmann Víkings. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfesti að tilboð hefði borist í leikmanninn í samtali við Fótbolta.net í dag. Tilboðinu var hafnað.

Nadía Atladóttir er 21 árs og hefur verið hjá Víkingi frá því hún kom frá Fjölni fyrir tímabilið 2020.

Hún er uppalin hjá Haukum en skipti yfir í FH árið 2015 og lék með liðinu tímabilin 2016, 2017 og seinni hluta tímabilsins 2018. Hún lék á láni hjá Fjölni fyrri hluta tímabilsins 2018 og gekk svo í raðir félagsins eftir tímabilið.

Hún hefur leikið 73 leiki í deild og bikar og skorað 22 mörk. Þar af hefur hún skorað þrettán mörk í 28 mótsleikjum með Víkingi.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner