Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds leitar að arftaka Raphinha - Porto hafnar tilboði í Otavio
Charles De Ketelaere er á lista hjá Leeds
Charles De Ketelaere er á lista hjá Leeds
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Raphinha er að öllum líkindum á förum frá Leeds í sumar og er félagið þegar byrjaði að leita að arftaka hans en leikmaður Club Brugge er ofarlega á lista.

Arsenal, Tottenham og Barcelona eru öll sögð áhugasöm um Raphinha en Norður-Lundúnir er líklegasti áfangastaður kappans.

Leeds fer fram á 65 milljónir punda fyrir Raphinha en Leeds ætlar að nýta þann pening vel.

Enska félagið fylgist náið með Charles De Ketelaere, leikmanni Club Brugge í Belgíu. Hann skoraði 18 mörk og lagði upp 10 fyrir Brugge á síðustu leiktíð og er þá með fast sæti í belgíska landsliðshópnum.

Hann er einn af fyrstu kostum Leeds en Cody Gakpo, leikmaður PSV Eindhoven, er einnig ofarlega á lista.

Samkvæmt portúgalska miðlinum OJogo lagði Leeds fram 25 milljón punda tilboð í Otavio, hægri kantmann Porto, en félagið á að hafa hafnað því tilboði.

Leeds er greinilega byrjað að sætta sig við það að missa Raphinha en það verður að bíða og sjá hver kemur inn fyrir hann.
Athugasemdir
banner