Besti þátturinn hefur göngu sína á ný með viðureign HK og Breiðabliks en sömu lið eigast einmitt við í nágrannaslag í Bestu deild karla í kvöld.
Þátturinn í ár er með aðeins breyttu sniði þar sem keppendur spreyta sig á fótbolta boccia ásamt því að svara spurningum og sparka bolta í gegnum göt á segldúk.
Fyrir hönd Breiðabliks mættu Höskuldur Gunnlaugsson og Stefán Ingi Sigurðarson og fyrir HK voru það Leifur Andri Leifsson og Eurovision stjarnan Diljá Pétursdóttir.
Síðast þegar liðin mættust í Bestu deildinni var mikill hasar og sem endaði með sigri HK.
Þátturinn er fullkomin leið til þess að hita upp fyrir þennan stórslag í Bestu deildinni í kvöld. Sjón er sögu ríkari.
Þættirnir frá því í fyrra:
7. þáttur - Anna Svava með ótrúlega þekkingu á sögu Vals
6. þáttur - Steindi Jr. lætur til sín taka
5. þáttur - Ásthildur Helga vs Gunni Helga
4. þáttur - Bjarni Ben smurði boltann upp í skeytin
3. þáttur - Ragnhildur Steinunn og Eva Laufey áttust við
2. þáttur - Hannes Þór fór á kostum gegn ÍBV
1. þáttur - KR keppir gegn Selfossi
Athugasemdir