Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 23. júlí 2019 10:45
Fótbolti.net
Hófið - Klefafagn, skuggaleikur og pirringur
Stuðningsmenn KR fagna marki Björgvins Stefánssonar gegn Stjörnunni.
Stuðningsmenn KR fagna marki Björgvins Stefánssonar gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram fylgist með leik Fylkis og ÍBV úr garðinum heima hjá sér í Árbænum.
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram fylgist með leik Fylkis og ÍBV úr garðinum heima hjá sér í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson fagnar marki sínu gegn ÍA.
Almarr Ormarsson fagnar marki sínu gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ragnar Bragi Sveinsson og Sam Hewson kátir eftir sigur Fylkis á ÍBV.
Ragnar Bragi Sveinsson og Sam Hewson kátir eftir sigur Fylkis á ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pétur GUðmundsson er dómari umferðarinnar.
Pétur GUðmundsson er dómari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jafnteflin voru ríkjandi í 13. umferðinni í Pepsi Max-deildinni en fjórir af sex leikjum enduðu með jafntefli. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð! Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Umferðin:
KR 2 - 2 Stjarnan
HK 2- 0 FH
Víkingur R. 2 - 2 Valur
Fylkir 3 - 0 ÍBV
KA 1 - 1 ÍA
Breiðablik 0 - 0 Grindavík

Leikur umferðarinnar
Leikur KR og Stjörnunnar stóð svo sannarlega undir væntingum. Fjörugur leikur þar sem áhorfendur fengu sérstaklega mikið fyrir peninginn í síðari hálfleik. Þá var leikurinn opinn og bæði lið að sýna skemmtilegan sóknarleik. Dramatíkin var svo til staðar með jöfnunarmarki í viðbótartíma.

EKKI lið umferðarinnar:
FH og ÍBV voru þau lið sem töpuðu í umferðinni og EKKI lið umferðarinnar endurspeglar það.

Klefafagn umferðarinnar:
Fjölskyldustemningin er góð hjá HK og þar fengu margir krakkar að koma með inn í klefa og fagna sigrinum gegn FH. Sungið var: „Einn fyrir alla og allir fyrir einn!" Bræður umferðarinnar:
Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, skoraði þriðja mark á tímabilinu í leiknum gegn ÍBV. Undir lokin kom síðan bróðir hans Birkir inn á sem varamaður. Birkir er 19 ára gamall en hann var að spila sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

Skuggaleikarar umferðarinnar
„Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik fyrsta korterið," sagði Andri Ólafsson annar af þjálfurum ÍBV ósáttur eftir 3-0 tapið gegn Fylki.

Spjaldaregn umferðarinnar:
Erlendur Eiríksson var duglegur að spjalda menn í leik KA og ÍA á Akureyri. Bæði lið seldu sig dýrt og samtals komu níu gul spjöld í leikinn á Greifavellinum.

Pirringur umferðarinnar:
Það var mikill pirringur hjá Breiðabliksfólki á Kópavogsvelli í markalausa jafnteflinu gegn Grindavík. Blikar náðu ekki að brjóta Grindavík á bak aftur og minnka bilið í topplið KR. Pirringur og taugaspenna var í herbúðum Blika og þeir létu flest fara í taugarnar á sér. Bæði leikmenn og þjálfarar sem og áhorfendur.

Endurkoma umferðarinnar:
Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta deildarleik í tæpa tvo mánuði eftir leikbannið fræga og átti frábæra innkomu. Fyrsta snertingin var eins og Berbatov væri mættur og afgreiddi snyrtilega undir Harald Björnsson. Björgvn ætlar að berjast fyrir stöðu sinni eins og hann sagði í viðtali eftir leik væri hann ekki í KR ef hann hræddist samkeppni.

Skipting umferðarinnar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu í stöðunni 1-1 þar sem hann setti Björgvin Stefánsson og Ægi Jarl Jónasson inná fyrir Arnþór Inga Kristinsson og Atla Sigurjónsson. Ægir lagði upp mark á Björgvin í kjölfarið sem var frábærlega gert hjá báðum.

Besti dómarinn
Pétur Guðmundsson átti góðan dag í Vesturbænum í leik KR og Stjörnunnar. „Mjög vel dæmdur leikur hjá Pétri. Man ekki eftir einhverju sem hann klikkaði á, vítið hárrétt og hélt góðri línu út leikinn," sagði Egill Sigfússon í umfjöllun sinni um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner