Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 23. júlí 2019 11:12
Fótbolti.net
„FH gat ekki neitt" - Björn Daníel mestu vonbrigðin
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaða FH á tímabilinu hefur, líkt og í fyrra, verið langt undir væntingum. Eftir tapið gegn HK í gær er Fimleikafélagið í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar en rætt var um ólguna í Kaplakrika í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Ég veit ekki hvort Ólafur Kristjánsson hafi áður á sínum þjálfaraferli beðist afsökunar á frammistöðu síns liðs. Hann gerði það í viðtali við Vísi eftir þennan leik. Af mörgum slökum frammistöðum undanfarin tvö ár var þetta hugsanlega sú allra versta hjá FH. Þeir voru aldrei líklegir til að skora mark gegn nýliðum HK," segir Tómas Þór Þórðarson.

„FH gat ekki neitt og það skipti engu máli hvar þú horfir á liðið. Miðverðirnir voru daprir, bakverðirnir gátu ekki neitt. Cedric D'Ulivo spilaði líklega sinn versta leik á ferlinum. Framlínan gerði ekkert og svo er það náttúrulega Björn Daníel Sverrisson sem lítið hefur gert á tímabilinu."

„Í síðustu fjórum leikum; gegn Grindavík, ÍBV, Víkingi og HK sem eru enn í fallbaráttu, hefur FH skorað eitt mark úr opnum leik. Þetta er sláandi," segir Tómas.

„Björn Daníel á að vera einn besti leikmaður deildarinnar en virkar alls ekki í sínu besta standi. Er hann ekki bara mestu vonbrigðin í sumar ef við tökum einn einstakan leikmann?" spyr Elvar Geir en Björn Daníel kom heim úr atvinnumennskunni fyrir tímabilið.

„Jú af því að standardinn sem hann setur er svo hár. Hann er búinn að vera svo langt frá honum," segir Magnús Már.

„Ég finn til með Óla Kristjáns. Ég efast ekki um að hann sé góður þjálfari en líkamstjáning leikmanna inni á vellinum gerði ekkert fyrir mig. Leikmenn voru ógeðslega pirraðir og fórnuðu höndum," segir Gunnar Birgisson.

Í þættinum var meðal annars rætt um póst frá formanni FH þar sem hann viðurkennir að launagreiðslur til leikmanna hafi dregist.



Athugasemdir
banner
banner
banner