Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júlí 2020 19:48
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Juventus mistókst að tryggja sér titilinn
Leikmenn Udinese fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leikmenn Udinese fagna sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Udinese 2 - 1 Juventus
0-1 Matthijs de Ligt ('42 )
1-1 Ilija Nestorovski ('52 )
2-1 Seko Fofana ('90 )

Juventus þarf að bíða eftir að tryggja sér níunda titilinn í ítölsku Serie A-deildinni eftir óvænt tap gegn Udinese í kvöld.

Það leit allt vel út í hálfleik fyrir Juventus en Hollendingurinn Matthijs de Ligt hafði komið þeim yfir í lok hálfleiksins og staðan 0-1.

Ilija Nestorovski jafnaði hisnvegar metin í byrjun síðari hálfleiksins með flugskalla og í uppbótartíma tókst Seko Fofana að skora sigurmark og stela öllum þremur stigunum.

Juventus hefur gengið illa í fjórum af síðustu fimm leikjum og fengið á sig fleiri en eitt mark í þeim. Þetta er í eina skiptið á 10 ára tímabili sem það gerist.

Liðið er með 80 stig úr 35 leikjum og getur tryggt deildarsigurinn gegn Sampdoria á sunnudaginn, eða jafnvel í sófanum heima degi áður ef Inter Milan og Atalanta vinna ekki sína leiki.

Udinese er með 39 stig og fór langt með að bjarga sæti sínu i deildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner