Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. júlí 2020 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: HK vann Kópavogsslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 0 Breiðablik
1-0 Birnir Snær Ingason ('21)

HK og Breiðablik mættust i Kópavogsslagnum í kvöld og hafði HK betur þökk sé marki frá Birni Snæ Ingasyni á 21. mínútu.

Blikar byrjuðu betur en HK-ingar komust yfir eftir vandræðagang í vörn Blika. Antoni Ara mistókst að hreinsa frá marki og rann Damir Muminovic í tilraun sinni til að stöðva Birni Snæ, sem kláraði með föstu skoti í nærhornið.

Blikar héldu áfram yfirhöndinni en náðu ekki að jafna þrátt fyrir nokkur góð færi og staðan 1-0 í leikhlé.

Blikar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik og voru með yfirhöndina. HK átti góða spretti en Blikar meira ógnandi og komst Höskuldur Gunnlaugsson nokkrum sinnum nálægt því að jafna, meðal annars í uppbótartíma, en inn vildi boltinn ekki.

Þetta var þriðja tap Blika í röð í Pepsi Max-deildinni og er liðið í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar, með ellefu stig eftir átta umferðir.

Þetta var annar sigur HK á tímabilinu og er liðið í tíunda sæti með átta stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner