Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór sækir tvo leikmenn af Skaganum (Staðfest)
Lengjudeildin
Jón Þór er búinn að sækja tvo leikmenn.
Jón Þór er búinn að sækja tvo leikmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, hefur sótt tvo nýja leikmenn fyrir átökin seinni hluta sumars.

Tveir leikmenn af Akranesi, heimabæ Jóns, hafa fengið félagaskipti yfir í Vestra.

Um er að ræða Martin Montipo og Sindra Snæfells Kristinsson.

Martin er tvítugur sóknarsinnaður leikmaður af ítölsku og íslensku bergi brotinn. Hann er er uppalinn hjá Parma á Ítalíu en kom til Íslands fyrir tímabilið og samdi við Kára. Hann er búinn að skora fjögur mörk í 11 leikjum í 2. deild í sumar.

Sindri Snæfells er 27 ára bakvörður sem spilaði síðast fótbolta með Kára 2019. Hvort hann spili mikið með Vestra í sumar, það verður að koma í ljós.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar. Í fyrsta leik Jóns Þórs, þá vann Vestri 2-1 sigur á Þrótti. Næsti leikur liðsins er gegn Selfossi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner