Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 23. september 2018 16:40
Orri Rafn Sigurðarson
Gunnar Heiðar: Betra að hætta sem goðsögn
Leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
Gunnar Heiðar spilaði sinn síðasta leik á Hásteinsvelli.
Gunnar Heiðar spilaði sinn síðasta leik á Hásteinsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir ÍBV gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri ÍBV.

„Þetta var bara geggjað. Við byrjuðum ágætlega en missum aðeins dampinn þegar þeir skora þetta mark. Við tókum okkur saman í andlitinu í hálfleik og þeir ætluðu að gefa mér smá gjöf með því að enda með sigri og við gerðum það sem er extra sætt," sagði Gunnar Heiðar eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Stjarnan

Þessi ákvörðun kom mörgum á óvart en hvers vegna ákveður Gunni að leggja skóna á hilluna ?

„Þetta er búið vera fram og til baka á þessu tímabili en það er fínt að hætta bara núna, hætta sem goðsögn hjá klúbbnum og allir muna eftir góða tímanum."

„Ég fékk þá spurningu í morgun af hverju ég væri að hætta. Ég sagði að ég væri slæmur í bakinu þar sem ég væri búin að halda þessu liði á bakinu allan tímann," sagði Gunnar léttur. „En þetta er búið að vera frábær tími og á þeim tímapunkti þegar ég kem heim úr atvinnumennsku og koma heim í ÍBV aftur þá voru menn sem hlógu að þessu en ég er bara það mikill Eyjamaður að ég vildi ná í bikar með uppeldisfélaginu."

Ferillinn hjá Gunnari hefur verið frábær og henti hann í skemmtilega sögu frá ferlinum.

„Ég get sagt þér það að ég var að vinna í saltfiski hérna 2004, ári eftir er ég markahæstur í Svíþjóð og árið 2006 skora ég á móti Real Madrid og við vinnum þá 3-1 fyrir framan 45 þúsund manns. Ef ég hefði verið í saltfisknum þarna, einu og hálfu ári áður og dreymt þetta hefði enginn trúað þessu. En það er extra sætt að fá bikarmeistaratitiill með uppeldisfélaginu. Ég vil þakka öllum fyrir tímann minn hérna."

Hvað tekur samt við hjá Gunnari núna þegar fótboltaferillinn er á enda?

„Það er Bahamas," Sagði hann léttur að lokum ásamt því að plugga nýja fyrirtækinu sínu.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner