Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 23. september 2019 17:53
Elvar Geir Magnússon
Ejub hættir með Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic er hættur sem þjálfari Víkings í Ólafsvík en hann hefur gert frábæra hluti fyrir félagið. Hann kom upphaflega til Ólafsvíkur sem spilandi þjálfari árið 2003.

Undir hans stjórn lék liðið þrjú tímabil í efstu deild.

Ejub og fjölskylda hans eru flutt á höfuðborgarsvæðið. Ekki er vitað hvað Ejub mun taka sér fyrir hendur en hann hefur meðal annars verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Fylki.

Yfirlýsing frá Víkingi Ólafsvík:
Ejub Purisevic hættir sem þjálfari Víkings Ó.

Knattspyrnudeild Víkings Ó. og Ejub Purisevic hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að ljúka 17 ára farsælu samstarfi sínu.

Ejub hefur verið hjá félaginu síðan árið 2003 þegar hann kom sem spilandi þjálfari og vann gömlu 3.deildina strax á fyrsta ári.

Árangur Ejubs með liðið undanfarin ár hefur verið frábær en til marks um það má nefna að undanfarin 9 tímabil hefur liðið aldrei endað neðar en í fjórða sæti í B-deild. Þá hefur liðið spilað þrjú tímabil í deild þeirra bestu og tvívegis komist í undanúrslit í bikarkeppninni.

Ejub var sæmdur gullmerki Víkings Ó. á lokahófi liðsins um helgina fyrir störf sín fyrir félagið.

Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. þakkar Ejub kærlega fyrir hans frábæra framlag til uppbyggingar knattspyrnu í Snæfellsbæ og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Ejub er, og verður alltaf, stór hluti af knattspyrnusögu Ólafsvíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner