Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bonucci hafnaði Man Utd í sumar
Mynd: EPA
Leonardo Bonucci segist hafa valið Juventus framyfir Manchester United í sumar, en bæði lið vildu kaupa hann frá AC Milan.

Ítalski varnarmaðurinn segir að um leið og hann hafi frétt af áhuga frá Juventus, þá hafi ekkert annað félag komið til greina.

Man Utd og Juventus mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Ég hef fengið tilboð frá bæði Manchester City og United á síðustu árum," sagði Bonucci við Telegraph.

„Man City vildi fá mig sumarið 2016 en eftir að hafa rætt málin með stjórnarmönnum Juventus ákvað ég að vera áfram hjá félaginu.

„Svo vildi Man Utd fá mig núna í sumar. Það var spennandi möguleiki en um leið og ég frétti að Juventus vildi fá mig aftur heim þá hlustaði ég ekki á neitt annað tilboð. Ég vildi fara heim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner