Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Stundin 
Lagður í hrottalegt einelti - Jón Daði sendir hjartahlý skilaboð
Jón Daði Böðvarsson er gull af manni
Jón Daði Böðvarsson er gull af manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Elín, móðir ellefu ára gamals drengs í Garðabæ, hefur lýst hrottalegu einelti sem drengurinn hefur orðið fyrir í Sjálandsskóla og á æfingum hjá Stjörnunni en færsla hennar á Facebook hefur vakið mikla athygli og koma nú íslenskir landsliðsmenn saman og styðja við bakið á honum á þessum erfiðu tímum.

Óliver, sonur hennar, hefur lýst fyrir móður sinni því hrottalega ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir af hálfu bekkjarfélaga sinna bæði í skólanum og á æfingum.

Strákurinn hefur orðið fyrir barsmíðum og fengið ljót ummæli í sinn garð og í garð fjölskyldunnar.

Hann er nú kominn í annan skóla og er þá búinn að fá félagaskipti yfir í annað félag en hún vill þó breytingar í kerfinu. Sjálandsskóli fer eftir Olweusaráætlunni en þar kemur þó skýrt fram að það séu slæm skilaboð að færa þolandann í annan skóla því vandinn innan skólans leysist ekki.

„Þolendur eineltis þurfa alltof oft að flýja skólann sinn, gerendur halda áfram í skólanum, þeir komast upp með að rústa sálum skólafélaga sinna. Einelti má ekki vera tabú, það má ekki vera skömm að verða fyrir einelti. Opnum umræðuna, segjum frá og skilum skömminni til þeirra sem eiga hana," sagði Sigríður við Stundina.

Óliver fær hjartahlý skilaboð frá Jóni Daða Böðvarssyni, leikmanni Millwall á Englandi, en hann segir þar frá því þegar hann varð fyrir einelti í skóla.

„Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir. Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel," skrifaði Jón Daði.

„Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt.Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir."

„Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu. Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig
Þinn félagi- Jón Daði Böðvarsson,"



Athugasemdir
banner
banner
banner