Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   fös 23. október 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Þriðji markvörður Newcastle í markinu á sunnudag?
Mark Gillespie, markvörður Newcastle, gæti spilað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Wolves á sunnudag.

Martin Dubravka, aðalmarkvörður Newcastle, hefur verið frá keppni að undanförnu og Karl Darlow, varamarkvörður, er mjög tæpur fyrir leikinn á sunnudag.

Darlow meiddist eftir samstuð við Marcus Rashford í leiknum gegn Manchester United um síðustu helgi.

Hinn 28 ára gamli Gillespie gæti því fengið langþráð tækifæri um helgina en hann lék með yngri liðum Newcastle þar til hann varð 16 ára gamall.

Gillespie fór síðan á flakk í neðri deildunum en hann kom aftur til Newcastle í sumar eftir að hafa spilað með Motherwell í Skotlandi undanfarin tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner