Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Arsenal og Aston Villa í gær í ensku úrvalsdeildinni.
Þegar uppbótartími í fyrri hálfleik var liðinn virtist Craig Pawson vera búinn að flauta til leikhlés en svo var ekki.
Skömmu áður hafði Matt Targett brotið á Alexandre Lacazette inn í vítateignum og því fór Pawson og skoðaði atvikið í VAR skjánum þegar flestir héldu að flautað hafði verið til leikhlés.
Hann benti svo á punktinn og þar mætti Pierre Emerick-Aubameyang. Emiliano Martinez varði spyrnu Aubameyang en framherjinn knái fylgdi á eftir og skoraði.
Sumir stuðningsmenn Aston Villa vildu meina að Aubameyang mætti ekki skora úr frákastinu því það væri kominn hálfleikur og markið ætti því ekki að standa.
VAR hefur hins vegar gefið það út að Pawson flautaði aldrei til leikhlés heldur flautaði hann í þeim tilgangi að fara í VAR skjáinn að skoðaði atvikið.
Athugasemdir