Íslenska U17 ára landsliðið mætti í gær Georgíu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM2022.
Leikurinn lauk með 1-1 jafntefli og var það Daníel Tristan Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands á 81. mínútu og jafnaði leikinn. Jóhannes Kristinn Bjarnason tók aukaspyrnu og eftir atgang í teignum skoraði Daníel og tryggði stigið.
Þetta var fyrsta landsliðsmark Daníels en hann er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er aðeins 15 ára gamall og er það því merkilegt að hann sé að spila í U17 landsliðinu.
Nú hafa allir synir Eiðs Smára skorað fyrir Ísland. Skemmtilegt það.
Daniel Tristan Gudjohnsen (2006) has opened his goal account for @footballiceland when U17´s drew vs. Georgia U17´s in qualifying group for EURO in Hungary. Now all 3 brothers have scored for Iceland: Sveinn Gudjohnsen, Andri Gudjohnsen & Daniel Gudjohnsen. 🇮🇸⚽️🌟👌 pic.twitter.com/JHBdYpyS65
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 23, 2021
Athugasemdir