Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 23. október 2021 14:40
Aksentije Milisic
Myndband: Daníel Tristan tryggði Íslandi jafntefli
Mynd: Total Football
Íslenska U17 ára landsliðið mætti í gær Georgíu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM2022.

Leikurinn lauk með 1-1 jafntefli og var það Daníel Tristan Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands á 81. mínútu og jafnaði leikinn. Jóhannes Kristinn Bjarnason tók aukaspyrnu og eftir atgang í teignum skoraði Daníel og tryggði stigið.

Þetta var fyrsta landsliðsmark Daníels en hann er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann er aðeins 15 ára gamall og er það því merkilegt að hann sé að spila í U17 landsliðinu.

Nú hafa allir synir Eiðs Smára skorað fyrir Ísland. Skemmtilegt það.


Athugasemdir
banner