Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd þarf að borga 8,4 milljónir punda til að losa Pochettino
Powerade
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Salah að fara að skrifa undir.
Salah að fara að skrifa undir.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur áhuga á Adam Hlozek.
West Ham hefur áhuga á Adam Hlozek.
Mynd: Getty Images
Pochettino, Salah, Lacazette, Pedri, Sanches og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Stjóramál Manchester United eru mikið í umræðunni að vanda.

Leikmenn Paris St-Germain búast við því að Mauricio Pochettino láti af störfum til að taka við Manchester United og að Zinedine Zidane muni taka við af honum. (Marca)

Manchester United mun þurfa að borga 8,4 milljónir punda ef félagið ætlar að losa Pochettino (49) frá PSG. (Mirrror)

PSG hefur haft samband við Zidane (49) sem er klár í að taka við ef Pochettino fer. (ESPN)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, er að íhuga að vera áfram í starfi til að leiða þá vinnu að ráða inn nýjan stjóra. (Sky Sports)

Mo Salah (29) er nálægt því að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool. Eitt og hálft ár er eftir af núgildandi samningi Egyptans. (TeamTalk)

Arsenal mun ekki ræða við Alexandre Lacazette (30) um nýjan samning fyrr en eftir tímabilið, þrátt fyrir að hætta sé á að leikmaðurinn fari á frjálsri sölu í sumar. Atletico Madrid, AC Milan, Marseille og Newcastle hafa öll áhuga á sóknarmanninum. (Sun)

Chelsea telur að enski miðjumaðurinn Mason Mount (22) muni skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið. Hann hefur verið orðaður við Manchester City og Real Madrid. (Football Insider)

Bayern München vill kaupa ungstirnið Pedri (18) frá Barcelona. Spænski miðjumaðurinn er með riftunarákvæði upp á 1 milljarð evra. (AS)

West Ham er að vinna að því að kaupa tékkneska sóknarmanninn Adam Hlozek (19) frá Sparta Prag. (Football Insider)

Renato Sanches (24), miðjumaður Lille, segist vera tilbúinn að yfirgefa félagið og takast á við nýja áskorun. Arsenal og AC Milan eru meðal félaga sem hafa áhuga á leikmanninum en hann var nálægt því að fara til Barcelona fyrr á árinu. (L'Equipe)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill að Þjóðverjinn Antonio Rudiger (28), Daninn Andreas Christensen (25), Brasilíumaðurinn Thiago Silva (37) og Spánverjinn Cesar Azpilicueta (32) geri nýja samninga við félagið. Allir varnarmennirnir fjórir verða samningslausir í sumar. (Goal)

Aleksandar Mitrovic (27), sóknarmaður Fulham, er á óskalistum margra félaga fyrir janúargluggann. Unai Emery, stjóri Villarreal, vill fá serbneska landsliðsmanninn sem skorað hefur 21 mark í 18 leikjum á tímabilinu. (Mirror)

Barcelona gæti rift samningi franska varnarmannsins Samuel Umtiti (28). Hann hefur hafnað því að taka á sig launalækkun þrátt fyrir fjárhagsvandræði félagsins. (Sport)

Bayern München hyggst bjóða þýska varnarmanninum Niklas Sule (26) nýjan samning. Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa vonast eftir því að geta fengið hann á frjálsri sölu. (TZ)

Arsenal hefur áhuga á rúmenska framherjanum Ianis Stoica (18) sem spilar fyrir FCSB í rúmensku deildinni. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner