mán 24. janúar 2022 18:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balotelli valinn í landsliðið í fyrsta sinn í fjögur ár
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítalíu hefur valið Mario Balotelli leikmann Adana Demispor í hópinn fyrir komandi verkefni. Þetta er i fyrsta sinn sem hann er í hópnum í þrjú ár.

Balotelli er liðsfélagi Birkis Bjarnasonar í tyrkneska liðinu en hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik á leiktíðinni. Hann var síðast í landsliðinu árið 2018 þegar hann skoraði eitt mark í 2-1 sigri á Sádi-Arabíu í æfingaleik.

Þá voru einnig liðin fjögur ár frá því hann var síðast í hópnum.

Ítalska landsliðið kemur saman dagana 26-29 janúar eingöngu til að æfa. Markvörðurinn Marco Carnesecchi, varnarmennirnir Luiz Felipe og Giorgio Scalvini, miðjumennirnir Nicolo Fagioli, Davide Frattesi og Samuele Ricci og framherjinn Joao Pedro eru allir í landsliðshópnum í fyrsta sinn.

Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner