Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   fös 24. janúar 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Nýju mennirnir þrír allir í hóp hjá City gegn Chelsea
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: Manchester City
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Rúben Dias og vængmaðurinn Jeremy Doku missi báðir af úrvalsdeildarleiknum gegn Chelsea sem verður klukkan 17:30 á morgun.

Dias er að glíma við nárameiðsli og fór af velli í hálfleik í tapleiknum umtalaða gegn Paris St-Germain í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Guardiola segist ekki vita hvenær portúgalski varnarmaðurinn muni snúa af meiðslalistanum.

City keypti þrjá nýja leikmenn í þessari viku og verða þeir allir í leikmannahópnum á morgun. Um er að ræða varnarmennina Vitor Reis og Abdukodir Khusanov og svo sóknarmanninn Omar Marmoush sem kom frá Frankfurt.

„Vitor er ungur, hann er stór karakter og fær tíma. Khusanov hefur spilað í frönsku deildinni og er vanur því að glíma við hraða og sterka leikmenn. Hann talar ekki mikla ensku svo samskipti er eitt af því sem við þurfum að vinna með," segir Guardiola um nýju mennina

„Ég held að Marmoush muni aðlagast fljótt. Þeir styrkja okkur og eru hugsaðir sem framtíðarleikmenn."

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Manchester City í því fimmta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner