Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 21. janúar 2025 11:09
Elvar Geir Magnússon
Vitor Reis til Man City (Staðfest)
Manchester City hefur staðfest kaup á varnarmanninum Vitor Reis en hann er 19 ára gamall og er keyptur fyrir 30 milljónir punda frá Palmeiras í Brasilíu.

Reis er réttfættur miðvörður sem getur einnig leikið sem hægri bakvörður. Þrátt fyrir ungan aldur er hann sagður spila leikinn eins og hann hafi áratuga reynslu.

„Draumur hefur ræst. Síðan ég var ungur strákur hefur mig dreymt um tækifæri á borð við þetta og að spila fyrir stórt félag eins og City," segir Brasilíumaðurinn ungi.

Reis er annar leikmaðurinn sem City kaupir í janúar, á eftir Úsbekanum Abdukodir Khusanov. Titilvörn Manchester City hefur gengið erfiðlega á tímabilinu, meðal annars vegna meiðslvandræða í vörn liðsins.

City er líklegt til að tryggja sér sóknarmanninn Omar Marmoush frá Eintracht Frankfurt áður en glugganum verður lokað.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner