Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 24. febrúar 2021 22:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Setti Ilicic inn á og tók hann svo út af - „Hættu að kvarta"
Það var stutt gaman hjá Josip Ilicic, leikmanni Atalanta, í Meistaradeildinni í kvöld.

Hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en var svo aftur kippt af velli hálftíma síðar eftir að honum lenti saman við Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta.

Gasperini var ekki ánægður með viðhorf Ilicic inn á vellinum og lét hann heyra það. Þeir rifust áður en Gasperini ákvað að kippa honum af velli.

Fjölmiðlamaðurinn Siavoush Fallahi heyrði hvað fór fram á milli þeirra og greindi frá því á Twitter.

„Hættu að kvarta og gerðu eitthvað," sagði Gasperini meðal annars við Ilicic.


Athugasemdir
banner
banner