Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2019 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling efni í framtíðar fyrirliða hjá landsliðinu
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling skoraði þrennu fyrir enska landsliðið í 5-0 sigri liðsins á Tékklandi á föstudaginn.

Sterling hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum enska landsliðsins.

Gareth Southgate talaði um hann sem fyrirmynd og Jadon Sancho og Callum Hudson-Odoi nutu góðs af leiðsögn hans þegar þeir komu inn í hópinn fyrir leikinn gegn Tékkum.

Johnathan Liew, aðalíþróttafréttaritari hjá The Independent, var á spjalli í hlaðvarpsþætti Sky Sports, Sunday Supplement, í dag og segir Sterling hafa allt til brunns að bera til þess að verða fyrirliði enska landsliðsins í framtíðinni.

„Það er búinn að vera mikil breyting á Sterling," sagði Liew.

„Síðustu sex til tólf mánuðir hafa sýnt verðmæti þess að sýna leikmanni traust. Umræðan undanfarin misseri hefur verið mjög slæm gagnvart Sterling."

„Það sýnir hversu öflugur karakter leikmaðurinn er hvernig hann hefur barist í gegnum þessa gagnrýni síðustu ár. Bæði leiðindaskot frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum".

„Það er framtíðar fyrirliði í honum. Ekki bara innan vallar heldur hefur hann sýnt allt sem fyrirliði þarf að hafa utan vallar líka. Hann hefur sýnt ungu leikmönnunum hvað þeir þurfa að gera til að slá í gegn í landsliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner