Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fös 19. apríl 2024 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Aðstaða sem sést ekki annars staðar á Íslandi
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ísak Óli Ólafsson gekk í raðir FH fyrir tímabilið. Hann var keyptur frá danska félaginu Esbjerg og skrifaði undir fjögurra ára samning við Fimleikafélagið.

Ísak er 23 ára miðvörður sem á að baki tvo A-landsleiki og hefur nokkrum sinnum verið í landsliðshópnum. Hann ræddi við Fótbolta.net um komuna í FH og fyrstu vikurnar í dag.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég er kominn í FH sem ég ætla ekkert endilega að fara mikið út í. Ég er aðallega bara hrikalega spenntur fyrir FH og því sem er að gerast þar. FH var langfyrsti og í raun eini kosturinn hjá mér (á Íslandi)," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Það voru einhver samtöl en ekkert sem ég var jafn spenntur fyrir og FH. Ég lagði mikla áherslu á að koma fyrir mót, þurfti að ýta svolítið á það. FH-ingarnir vildu fá mig fyrir mót. Ef ég hefði komið í glugganum þá hefðu 13 leikir verið búnir. Það er gott fyrir alla aðila að þetta fór í gegn. Esbjerg fékk sitt, FH ýtti þessu í gegn."

„Það er frábært að vera kominn í FH, þetta er risaklúbbur og aðstaðan þarna... ég veit ekki hvort það sé hægt að finna svona (annars staðar) á Íslandi og mögulega ekki í Skandinavíu. Það er allt til alls til að verða betri leikmaður."

„Esbjerg er rosastór klúbbur og þar er mjög góð aðstaða. Ég var áður hjá SönderjyskE og ef ég ber aðstöðu FH sanab við aðstöðunar þar þá er FH með töluvert betri aðstöðu. Innihallirnar, ræktaraðstaðan og þjálfunaraðstaðan er til fyrirmyndar, alveg svakalega flott."

„Það er frábært að mæta til vinnu. FH sem klúbbur heldur mjög vel utan um leikmennina sína. Ég get ekkert, allavega þessar fyrstu vikur, sett út á það."


Ísak segist ekki hafa séð svona sterka íslenska deild í mörg, mörg ár. „Það er hrikalega gaman að vera partur af henni. Auðvitað vitum við að það er einn maður sem ýtir þessu upp á annað plan og það er bara gaman af því að vera partur af þessu," sagði Ísak sem ræðir um byrjunina á tímabilinu í viðtalinu og leikinn gegn HK á morgun.

En að Gylfa Þór Sigurðssyni sem Ísak nefnir án þess að nefna. Þegar hann kemur í deildina, verður það þá þeim mun meira heillandi að spila í deildinni?

„Ég held það. Prófíll eins og hans lyftir öllu upp á annað plan; umfjöllun og fleiri koma á leiki. Það eiga allir að vera ánægðir að hann sé kominn í deildina."

Hvað getur FH farið langt í sumar?

„Við getum alveg farið langt og eigum að stefna hátt. Við erum með hrikalega sterkan leikmannahóp og frábæra þjálfara. Við eigum allavega að stefna á... ég vil ekki segja of mikið en ég vil stefna á Evrópusæti," sagði Ísak.

Í viðtalinu ræðir hann um tíma sinn í Danmörku þar sem hann lék með bæði Esbjerg og Sönderjyske. Hann ræðir einnig um það að vera aftur orðinn liðsfélagi bróður síns, Sindra Kristins. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner