Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðalegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   fös 19. apríl 2024 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Aðstaða sem sést ekki annars staðar á Íslandi
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
'Það er allt til alls til að verða betri leikmaður'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Sindri og Ísak eru orðnir liðsfélagar aftur. Þeir léku saman með Keflavík á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Ekki mörg lið sem fara norður og vinna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ísak Óli Ólafsson gekk í raðir FH fyrir tímabilið. Hann var keyptur frá danska félaginu Esbjerg og skrifaði undir fjögurra ára samning við Fimleikafélagið.

Ísak er 23 ára miðvörður sem á að baki tvo A-landsleiki og hefur nokkrum sinnum verið í landsliðshópnum. Hann ræddi við Fótbolta.net um komuna í FH og fyrstu vikurnar í dag.

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég er kominn í FH sem ég ætla ekkert endilega að fara mikið út í. Ég er aðallega bara hrikalega spenntur fyrir FH og því sem er að gerast þar. FH var langfyrsti og í raun eini kosturinn hjá mér (á Íslandi)," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Það voru einhver samtöl en ekkert sem ég var jafn spenntur fyrir og FH. Ég lagði mikla áherslu á að koma fyrir mót, þurfti að ýta svolítið á það. FH-ingarnir vildu fá mig fyrir mót. Ef ég hefði komið í glugganum þá hefðu 13 leikir verið búnir. Það er gott fyrir alla aðila að þetta fór í gegn. Esbjerg fékk sitt, FH ýtti þessu í gegn."

„Það er frábært að vera kominn í FH, þetta er risaklúbbur og aðstaðan þarna... ég veit ekki hvort það sé hægt að finna svona (annars staðar) á Íslandi og mögulega ekki í Skandinavíu. Það er allt til alls til að verða betri leikmaður."

„Esbjerg er rosastór klúbbur og þar er mjög góð aðstaða. Ég var áður hjá SönderjyskE og ef ég ber aðstöðu FH sanab við aðstöðunar þar þá er FH með töluvert betri aðstöðu. Innihallirnar, ræktaraðstaðan og þjálfunaraðstaðan er til fyrirmyndar, alveg svakalega flott."

„Það er frábært að mæta til vinnu. FH sem klúbbur heldur mjög vel utan um leikmennina sína. Ég get ekkert, allavega þessar fyrstu vikur, sett út á það."


Ísak segist ekki hafa séð svona sterka íslenska deild í mörg, mörg ár. „Það er hrikalega gaman að vera partur af henni. Auðvitað vitum við að það er einn maður sem ýtir þessu upp á annað plan og það er bara gaman af því að vera partur af þessu," sagði Ísak sem ræðir um byrjunina á tímabilinu í viðtalinu og leikinn gegn HK á morgun.

En að Gylfa Þór Sigurðssyni sem Ísak nefnir án þess að nefna. Þegar hann kemur í deildina, verður það þá þeim mun meira heillandi að spila í deildinni?

„Ég held það. Prófíll eins og hans lyftir öllu upp á annað plan; umfjöllun og fleiri koma á leiki. Það eiga allir að vera ánægðir að hann sé kominn í deildina."

Hvað getur FH farið langt í sumar?

„Við getum alveg farið langt og eigum að stefna hátt. Við erum með hrikalega sterkan leikmannahóp og frábæra þjálfara. Við eigum allavega að stefna á... ég vil ekki segja of mikið en ég vil stefna á Evrópusæti," sagði Ísak.

Í viðtalinu ræðir hann um tíma sinn í Danmörku þar sem hann lék með bæði Esbjerg og Sönderjyske. Hann ræðir einnig um það að vera aftur orðinn liðsfélagi bróður síns, Sindra Kristins. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner