Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kalli skiptir til Vals (Staðfest)
Lék með Fylki í fyrra og skoraði 5 mörk í 20 leikjum.
Lék með Fylki í fyrra og skoraði 5 mörk í 20 leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen hefur fengið félagaskipti í Val og fær á morgun leikheimild með liðinu. Hann skiptir frá Fylki þar sem hann lék í fyrra.

Óli Kalli lagði skóna á hilluna í vetur en mætti á æfingu hjá Val í vikunni og er nú búinn að fá félagaskipti til félagsins.

Hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018. Hann er 32 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað á miðsvæðinu og í framlínunni.

Á ferlinum hefur hann leikið með Stjörnunni, Val, FH, Fylki, Sandnes Ulf og unglingaliði AZ Alkmaar.

„Ég fékk að kíkja á æfingu því það er gaman í fótbolta. Mér hefur aldrei fundist ég jafn velkominn í neitt félag eins og Val, ekki bara sem fótboltamaður - líka sem persónu. Að fá að æfa með þessu liði finnst mér samt alls ekki sjálfsagður hlutur og það lýsir þeim mjög vel að leyfa mér að vera með," sagði Óli Kalli við Fótbolta.net í gær.

Valur á leik gegn FH í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner