Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena Anna Reimus.
Magdalena Anna Reimus.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ída Marín Hermannsdóttir.
Ída Marín Hermannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sína fyrstu leiki með Aftureldingu/Fram sumarið 2017 í 2. deildinni. Hún lék þrettán leiki með liðinu sumarið 2018 í Inkasso og fyrir síðustu leiktíð gekk hún í raðir Fylkis og lék þar fimmtán af átján leikjum liðsins í efstu deild.

Cessa vakti athygli þegar hún átti frábæran leik gegn Breiðabliki í bikarnum er Fylkir sló út ríkjandi bikarmeistara. Hún var valin maður leiksins og hélt hreinu. Hún var í tvígang valin í lið umferðarinnar síðasta sumar og var síðasta haust valin í fyrsta sinn í A-landsliðshópinn. Í mars lék hún svo sinn fyrsta leik þegar hún lék gegn Norður-Írlandi á Pinatar Cup.

Sjá einnig:
Cecilía yngsti markvörðurinn - „Er mjög þakklát"

Fullt nafn: Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Gælunafn: Cessa og Ceci er vinsælt

Aldur: 16 að verða 17

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná í fyrsta leiknum mínum í maí 2017 þá 13 að verða 14 ára.

Uppáhalds drykkur: Eins leiðinlegt og það hljómar þá er það held ég bara vatn.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Fæ bílpróf í sumar þannig engan í augnablikinu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson

Fyndnasti Íslendingurinn: Tinna bk og Steindi jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: hockey pulver, karmelludýfu og jarðaber.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”Skoðið vel tilkynninguna á Innu um prófið á morgun” -Verzlunarskóli Íslands

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Vil halda öllum möguleikum opnum.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Cloé Lacasse

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þorsteinn Magnússon og Kjartan

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Magdalena í Selfoss, jesús.

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki bara 1-0 sigur í fyrsta landsliðsleiknum mínum.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki komist í bikarúrslit síðasta sumar

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri ekkert á móti því að fá Áslaugu Mundu

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þarf lengri tíma til að hugsa þessa.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gef Stebbu þennan titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Fylkisvöllurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Spilaði á síðasta ári æfingaleik með Fylki 2. fl þegar ég kom inná sem framherji. Við vorum að tapa en ég var ekki alveg viss hver staðan var, við skoruðum 2 eða 3 mörk og eftir leikinn fagnaði ég því ég hélt að við hefðum náð að jafna leikinn á lokamínútunum, fékk að vita það í klefanum eftir leikinn að hann hefði tapast 4-3.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Skoða símann minn

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist eitthvað með handbolta og körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er ekkert sérstök í dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fékk einu sinni rautt spjald eftir að leikurinn var búinn, frekar vandræðarlegt svona eftir á.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Bryndísi, Ollu og Ídu, síðan þyrfti ég helst að taka Rögnu líka til þess að halda okkur í formi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Lærði að juggla í fyrradag, leiðist rosalega mikið.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það hefur enginn sérstakur komið mér eitthvað á óvart þegar ég kynntist honum þó svo að sumir eru flippaðari en maður átti von á.

Hverju laugstu síðast: Að ég myndi borga Bryndísi 2000 kall fyrir að hitta í slána.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég vakna í kringum 8, læri svo til hádegis og fer þá á æfingu, síðan fer ég heim og fæ mér að borða, chilla og læri smá og tek svo oftast aðra æfingu seinni partinn og síðan skrolla ég bara í gegnum tik tok restina af deginum.

Þú getur keypt Cecilíu í Draumaliðsdeild 50skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner