Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu þrumuskot Victors gegn St. Pauli - Sjálfsmark?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson var allt í öllu í sigri 4-0 heimasigri Darmstadt í gær. St. Pauli kom í heimsókn og fór aftur heim með fjögurra mark tap á bakinu.

Victor lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Mathias Honsak og í stöðunni 3-0 barst boltinn til hans eftir fyrirgjöf.

Boltanum var skallað út í teiginn af varnarmanni St. Pauli og Victor tók hann á lofti og lét vaða. Marcel Schuhen, markvörður St. Pauli, rétt náði að snerta boltann og fór hann af Schuhen í slána. Þaðan fór hann niður í hendi Schuhen og þaðan í netið.

Glæsilegt mark en það verður líklega skráð sem sjálfsmark þar sem boltinn var ekki í leiðinni í netið þegar Schuhen snerti hann í annað skiptið. Markið má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner