Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er heitt undir einhverjum öðrum þjálfurum í Pepsi Max-deildinni?
Logi var látinn fara frá FH í vikunni.
Logi var látinn fara frá FH í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á mánudag, degi eftir að FH tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í Pepsi Max-deildinni, var tilkynnt um brottrekstur Loga Ólafssonar frá FH. Ólafur Jóhannesson tekur við af honum.

Illa hefur gengið hjá FH-ingum, þeir eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum í Pepsi Max-deildinni og hafa tapað þremur af þeim. Liðið situr í sjötta sæti.

Þetta er fyrsta þjálfarabreytingin í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í Innkastinu var spurt að því hvort að það væri heitt undir fleiri þjálfurum í deildinni.

„Ég er bara ekki nægilega kunnugur staðháttum í efri byggðum Kópavogs til að átta mig á því hvort Brynjar Björn sé í heitu sæti eða ekki. Mín tilfinning er að ég held ekki," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að það sé enginn þjálfari í heitu sæti," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það væri hægt að tala um Skagann og Jóa Kalla. Það er enginn sem trúir því að það geti verið vesen þar," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Hver á að breyta þessu vatni í vín? Ef það er einhver þá er það Brynjar Björn en ég held bara alls ekki," sagði Tómas en hægt er að hlusta á allt Innkastið hér að neðan.
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner