Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle hættir við Calvert-Lewin
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur ákveðið að hætta við að reyna að kaupa sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin frá Everton.

Þetta kemur fram á Sky Sports.

Newcastle hefur verið í viðræðum við Everton um hinn 27 ára gamla Calvert-Lewin síðustu daga en 40 milljón punda verðmiðinn var of hár. Newcastle er að reyna að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki mikið svigrúm til að eyða á leikmannamarkaðnum.

Calvert-Lewin á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton en hann er leikmaður sem Eddie Howe, sjóri Newcastle, hefur fylgst náið með í mörg ár.

Sóknarmaðurinn hefur gert 68 mörk í 247 keppnisleikjum fyrir Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner