Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riftunarákvæði Bruno Guimaraes rennur út á miðnætti
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Svo virðist sem Bruno Guimaraes verði áfram í herbúðum Newcastle á næsta tímabili.

Brasilíski miðjumaðurinn var með riftunarákvæði í samningi sínum núna í einn mánuð upp á 100 milljónir punda.

Sú klásúla mun renna út á miðnætti á eftir og félög geta því ekki keypt hann fyrir þá upphæð lengur.

Newcastle fær því meiri völd gagnvart leikmanninum.

Guimaraes hefur leikið með Newcastle frá janúar 2022 og hefur verið algjör lykilmaður síðan þá. Hann er 26 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner