Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júlí 2020 18:30
Aksentije Milisic
Klopp segir að Lampard eigi margt eftir ólært
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Englandsmeistara Liverpool, hefur svarað Frank Lampard, stjóra Chelsea, eftir að hann sagði að Liverpool væri hrokafullt lið.

Klopp og Lampard rifust harkalega á hliðarlínunni þegar Liverpool vann Chelsea í fjörugum leik í fyrradag. Klopp kvartaði ekki undan hegðun Lampard í leiknum en hann var hins vegar ekki sáttur með ummæli sem Lampard lét falla í viðtali eftir leikinn.

„Það er mikið keppnisskap í Lampard og ég virði það. Frá mér séð, þá máttu segja alls konar hluti í hita leiksins eins og gerðist þarna," sagði Klopp.

„Þegar leikurinn klárast, þá er málið dautt fyrir mér. Ég hef sagt margt í fortíðinni sem kom frá tilfinningunum, hann kom hingað til þess að vinna þennan leik."

„Það sem hann þarf að læra er að málið er búið eftir að flautað er til leiksloka. Hann hefur ekki lært það. Að segja það sem hann sagði eftir leikinn er ekki í lagi. Hann hefur tíma til þess að læra því hann er ungur þjálfari. Það er margt sagt í hita leiksins en það sem hann sagði eftir leik er ekki satt, við erum ekki hrokafullir."
Athugasemdir
banner
banner
banner